Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   fim 23. september 2021 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Svo geta hundrað hlutir gerst
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gleði í síðasta heimaleik, gegn Val.
Gleði í síðasta heimaleik, gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Munu Blikar fagna í leikslok?
Munu Blikar fagna í leikslok?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardag fer fram lokaumferðin í Pepsi Max-deild karla. Allir sex leikirnir hefjast klukkan 14:00. Víkingur og Breiðablik geta bæði orðið Íslandsmeistarar en Víkingur er með eins stigs forskot á toppi deildarinnar.

Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þovaldsson, þjálfara Breiðabliks um komandi leik gegn HK.

„Mér líst frábærlega á þennan leik. Það þarf ekki að neyða neinn til þess að spila, þarf ekki að mótivera einn né neinn til að spila leikinn. Það eru allir klárir í það að klára þetta mót af krafti. Við höfum hingað til ekki horft í baksýnisspegilinn eða fram á veginn. Við einbeitum okkur að þessum leik og klárum hann," sagði Óskar aðspurður hvernig gengi að keyra menn í gang fyrir leikinn.

Er hópurinn laus við meiðsli? „Gísli [Eyjólfsson] er í banni og Elli [Elfar Freyr Helgason] er ekki ennþá klár. Aðrir eru góðir."

Mikilvægt að enda tímabilið vel
HK er í þeirri stöðu að þurfa að vinna leikinn, stórleikur fyrir bæði lið. „Ég get ekki verið að spá í því hvað HK þarf að gera eða ekki gera. Þetta er stórleikur fyrir okkur, síðasti leikurinn á tímabilinu og mikilvægt að enda tímabilið með góðri frammistöðu. Það er það sem skiptir máli fyrir okkur."

Ertu að stimpla því inn hjá mönnum að ef Víkingur klárar ekki sitt verkefni að þið klikkið ekki á ykkar verkefni?

„Nei, ég er aðallega að stimpla í menn að enda tímabilið á sama hátt og raunin hefur verið í flestum leikjum á þessu ári; að spila vel, hafa stjórn á leiknum, vera með öflugt fyrsta skref, bæði varnarlega og sóknarlega og hlaupa meira en andstæðingurinn, tæma tankinn. Það er það sem þetta snýst um."

Hlýtur að teljast gott tímabil
Ef þið vinnið gegn HK, geturu litið á þetta tímabil sem ásættanlegt tímabil?

„Já, ég held að það væri heldur hrokafullt að gera það ekki. Ég held að sama með hvaða gleraugum þú horfir á það þá hlýtur þetta að teljast gott tímabil hjá Breiðabliki. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, það eru örugglega einhverjir sem vilja meira en ég held að frammistaða liðsins hafi verið þannig að það sé sómi af henni."

Hundrað hlutir geta gerst
Hafiði trú á Leikni á móti Víkingi? „Já, já, ég samt velti mér ekkert upp úr því. Það er ekkert hægt að vera treysta á einhverja aðra, ef eitthvað gerist á Víkingsvelli þá bara gerist það. Ef Leiknir stendur sig vel og múrar fyrir markið þá verður erfitt fyrir Víkinga að opna þá."

„Svo geta hundrað hlutir gerst. Hver hefði trúað því að tvær vítaspyrnur, með tuttugu mínútna millibili, færu forgörðum hjá mönnum sem eru vanir að skora úr vítaspyrnum sitthvoru megin á höfuðborgarsvæðinu? Það er svo margt sem getur gerst í þessum skemmtilega leik. Hollast fyrir okkur er að einbeita okkur að leiknum okkar á Kópavogsvelli, sjá til þess að okkar frammistaða er góð og það sem gerist eftir leikinn verður bara að koma í ljós."


Á ekki von á öðru en að vera áfram
Það hefur aðeins verið skrifað um framtíð þína, að hugurinn leiti út. Er pottþétt að þú verðir áfram hjá Breiðabliki?

„Já, það er ekkert annað í spilunum. Ég á tvö ár eftir af núverandi samning þannig ég á ekki von á öðru en að vera áfram. Ég vinn allavega þannig," sagði Óskar Hrafn en talað hefur verið um að hann sé á blaði hjá félögum erlendis.

Sjá einnig:
Lokaumferðin verður í beinni á X977

laugardagur 25. september
14:00 Víkingur R.-Leiknir R. (Víkingsvöllur)
14:00 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)
14:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
14:00 KA-FH (Greifavöllurinn)
14:00 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner