Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Svíþjóð, 3-2, í vináttulandsleik í Noregi í dag.
Emelía Óskarsdóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir gerðu mörk íslenska liðsins. Emelía skoraði með skoti við nærstöngina eftir sendingu frá Bergdísi Sveinsdóttur, fyrirliða landsliðsins.
Elísa Lana Sigurjónsdóttir gerði annað markið er hún jafnaði í 2-2 í lok fyrri hálfleiks. Sigdís Eva Bárðardóttir prjónaði sig í gegn áður en hún kom boltanum á Elísu sem skoraði.
Svíar gerðu sigurmarkið undir lok leiks og lokatölur því 3-2.
Ísland spilar annan leik sinn í ferðinni gegn Norðmönnum, en sá leikur fer fram á mánudag.
Byrjunarlið Íslands: Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (M), Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Harpa Helgadóttir, Steingerður Snorradóttir, Eyrún Embla Hjartardóttir, Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir, Emelía Óskarsdóttir, Sigdís Eva Bárðardóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Bergdís Sveinsdóttir (F).
Athugasemdir