"Já ég held að þannig lagað séð hafi þetta verið nokkuð jafn leikur, Óli þurfti ekkert að verja oft en þeir voru að komast í góðar stöður inn í teig en við vorum tilbúnir í það í dag og kannski betur en oft í sumar og menn fórnuðu sér í það sem þurfti til þess að verja markið og við héldum hreinu. Ef við höldum hreinu þá erum við rosalega líklegir til þess að vinna leiki því við skorum oftar en ekki" Sagði Jón Sveinsson þjálfari Framara eftir góðan 3-0 sigur á FH í dag.
Lestu um leikinn: Fram 3 - 0 FH
Guðmundur Magnússon skoraði eitt mark í dag og er því markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 17 mörk eins og Nökkvi Þeyr Þórisson, hver hefði haldið að fyrir tímabil að Gummi Magg væri í baráttu um gullskóinn?
"Hann sjálfur alveg pottþétt og við sem erum að vinna með honum vitum að það er mikill hugur í Gumma og lagði mikið á sig í vetur til þess að komast þar sem hann er staddur í dag. Það er líklega eina sem er eftir í þessari deild núna, það er hver endar sem markakóngur og Gummi á einn leik til þess að taka það annars fær Nökkvi gullskóinn"
Verða Jannik og Delphin leikmenn Fram á næsta tímabili?
"Það er bara verið að skoða öll þessi mál og nú fer það ferli bara svona í gang þegar að deildin klárast og menn þurfa að endurskoða hvað er framundan og hvernig menn ætla að halda áfram með þetta og þeir eru okkar menn í dag og við skoðum það bara á næstu vikum hvernig framhaldið verður"
Viðtalið við Nonna má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem rætt er um fíaskóið í kringum samningsmál Gumma Magg, Alex Freyr í Breiðablik og fleira.
Athugasemdir