Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. nóvember 2021 16:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skuldir Tottenham aukast talsvert
Nýi leikvangurinn.
Nýi leikvangurinn.
Mynd: Getty Images
Tottenham var rekið með ríflega 80 milljón punda tapi á síðasta ári og skuldir félagsins jukust um 101 milljón pund.

Ekki er langt síðan félagið lauk við byggingu á glæsilegum leikvangi og reynir félagið að greiða niður þær skuldir sem félagið tók á sig við þá byggingu.

Skuldirnar hafa hækkað út af stöðunni í heiminum en vegna heimsfaraldursins hafa leikdagstekjur verið mjög takmarkaðar, fóru úr tæplega 95 milljónum punda árið 2020 (tímabilið 2019-2020) í tæplega tvær milljónir punda á síðasta rekstrarári (tímabilið 2020-2021).

Skuldir Tottenham nema nú 706 milljónum punda. Félagið segir að faraldurinn hafi sett stórt strik í reikninginn á síðustu tveimur rekstrarárum.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, segir að félagið stefni hærra og vilji gera stuðningsmenn stolta af sér.
Athugasemdir
banner
banner