
Nú stendur yfir leikur Þýskalands og Japan á Heimsmeistaramótinu í Katar en eins og við greindum frá fyrr í dag héldu leikmenn Þýskalands fyrir munninn í mótmælaskyni við þöggun FIFA á mótinu.
FIFA bannaði fyrirliðum nokkurra liða að bera sérstök 'OneLove' fyrirliðabönd sem átti að nota til að mótmæla hvers kyns mismunun.
Fyrir leikinn í dag gekk aðstoðardómarinn Zachari Zeegelaar að Manuel Neuer markmanni þýska liðsins og bað um að fá að skoða fyrirliðabandið hans eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Bandið var samþykkt og Neuer fékk því að leika með það en á því stendur No Discrimination (engir fordómar) og það er aðeins prentað í einum lit en ekki regnbogalitunum sem FIFA bannaði.
Athugasemdir