Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   mið 23. nóvember 2022 08:25
Elvar Geir Magnússon
Lucas Hernandez úr leik á HM
Lucas Hernandez kemur ekki meira við sögu á HM og spilar ekki meira með Bayern á tímabilinu.
Lucas Hernandez kemur ekki meira við sögu á HM og spilar ekki meira með Bayern á tímabilinu.
Mynd: EPA
Franski varnarmaðurinn Lucas Hernandez kemur ekki meira við sögu á HM vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í sigrinum gegn Ástralíu.

Þessi 26 ára vinstri bakvörður sleit krossband í hægra hné í aðdragandanum að marki Ástrala. Frakkar unnu 4-1 sigur.

Meiðslin hafa hrannast upp hjá franska landsliðinu, meðal annars meiddist stórstjarnan Karim Benzema rétt áður en flautað var til leiks í Katar.

„Þetta er ótrúlega leiðinlegt fyrir Lucas. Við erum að missa mikilvægan mann. Lucas er stríðsmaður og mun vonandi snúa aftur sem fyrst," segir Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka.

„Fyrir hönd hópsins óska ég honum besta mögulega bata."

Lucas Hernandez spilar ekki meira með Bayern München á þessu tímabili. Það var bróðir hans, Theo Hernandez, sem kom inn fyrir hann sem varamaður eftir meiðslin í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner