Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 24. janúar 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Arteta þögull um möguleg félagaskipti
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill ekki gefa upp hvort að félagið sé líklegt til að bæta við leikmanni áður en félagaskiptaglugginn lokar eftir viku.

Arsenal hefur meðal annars verið orðað við varnarmanninn Mykola Matviyenko hjá Shakhtar Donetsk en hann kostar 30 milljónir punda.

„Ég ætla ekki að ræða neinar félagaskiptasögur opinberlega," sagði Arteta á fréttamannafundi í dag.

„Þetta er eitthvað sem við tölum um innanbúðar. Þegar við höfum fréttir þá deili ég þeim með ykkur."
Athugasemdir
banner