Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 13:53
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Kjartan Henry skoraði í jafntefli
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason gerði eina mark Horsens í 1-1 jafntefli gegn Kolding í dag. Ágúst Eðvald Hlynsson var einnig í byrjunarliði Horsens.

Horsens lenti undir á fyrstu mínútu og tók það liðið rúma klukkustund að jafna metin.

Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry skoraði loks á 69. mínútu og niðurstaðan jafntefli í þessum æfingaleik á danska undirbúningstímabilinu.

Horsens 1 - 1 Kolding
0-1 C. Kudsk ('1)
1-1 Kjartan Henry Finnbogason ('69)

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem lagði Bröndby að velli með tveimur mörkum gegn einu.

Bröndby leiddi í leikhlé en heimamenn í Árósum sneru stöðunni við í síðari hálfleik og uppskáru 2-1 sigur.

Hjörtur Hermannsson var ónotaður varamaður hjá Bröndby.

Patrik Sigurður Gunnarsson varði þá mark Silkeborg í 0-1 tapi gegn Vejle og var Stefán Teitur Þórðarson á bekknum.

AGF 2 - 1 Bröndby
0-1 M. Frendrup ('31)
1-1 G. Links ('50)
2-1 M. Jevtovic ('83)

Silkeborg 0 - 1 Vejle
0-1 Y. Ramadani ('18)
Athugasemdir
banner
banner