Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. janúar 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Þessir fjórir koma til greina sem næsti stjóri Man Utd
Mauricio Pochettino er talinn líklegastur.
Mauricio Pochettino er talinn líklegastur.
Mynd: EPA
The Athletic segir að Manchester United sé að fara að stíga á bensíngjöfina í leit sinni að næsta stjóra. Ralf Rangnick starfar sem bráðabirgðastjóri út tímabilið eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn.

Rangnick fer í starf ráðgjafa eftir að tímabilinu lýkur.

Samkvæmt Athletic koma Mauricio Pochettino, Erik ten Hag, Luis Enrique og Julen Lopetegui allir til greina í sumar.

Pochettino, sem er nú stjóri Paris Saint-Germain, er talinn líklegastur og sagður mjög áhugasamur um að taka við á Old Trafford.

Ten Hag hefur gert góða hluti með Ajax og Luis Enrique vann Meistaradeildina með Barcelona áður en hann tók við spænska landsliðinu. Lopetegui er með Porto, spænska landsliðið, Real Madrid og Sevilla á ferilskrá sinni.

Af þessum fjórum er Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, sá eini með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner