Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. janúar 2023 13:00
Elvar Geir Magnússon
Danny Ings strax kominn á meiðslalista West Ham
Danny Ings lék sinn fyrsta leik fyrir West Ham um síðustu helgi, gegn Everton.
Danny Ings lék sinn fyrsta leik fyrir West Ham um síðustu helgi, gegn Everton.
Mynd: Getty Images
Danny Ings verður frá í einhvern tíma vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í sínum fyrsta leik með West Ham.

Hamrarnir keyptu Ings á 12 milljónir punda í síðustu viku en hann spilar ekki næstu vikurnar.

Ings meiddist í sigrinum gegn Everton og verður ekki með gegn Derby í FA-bikarnum á mánudag. Þá er búist við því að hann missi af úrvalsdeildarleikjum gegn Newcastle og Chelsea í febrúar.

Samkvæmt fréttum vonast West Ham til þess að markaskorarinn þrítugi verði mættur aftur í slaginn til að leika gegn Tottenham þann 19. febrúar.

Ings kom inn gegn varamaður gegn Everton en varð fyrir tæklingu undir lok leiksins. West Ham er í harðri fallbaráttu í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner