Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 24. febrúar 2020 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin fimm á Anfield: Skelfileg mistök Fabianski
Liverpool vann 3-2 sigur á West Ham á Anfield í ensku úrvalsdeldinni í kvöld.

Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir á níundu mínútu, en stuttu síðar jafnaði varnarmaðurinn Issa Diop fyrir West Ham. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Pablo Fornals kom West Ham yfir snemma í seinni hálfleik. Það var nægur tími eftir og nýtti Liverpool sér hann vel. Mohamed Salah jafnaði og skoraði Sadio Mane sigurmarkið þegar tæpar tíu mínútur voru eftir.

Mark Salah kom eftir slæm mistök Lukasz Fabianski í marki West Ham. Pólverjinn er yfirleitt mjög traustur, en var það ekki þarna.

Morgunblaðið hefur birt mynskeið af mörkunum úr leiknum og má sjá þau hér að neðan.



Athugasemdir