Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 24. febrúar 2021 23:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörvar segir City besta lið Evrópu - „Ekkert lið nálægt þeim núna"
Nítján sigrar í röð hjá Man City í öllum keppnum.
Nítján sigrar í röð hjá Man City í öllum keppnum.
Mynd: Getty Images
Hjörvar Hafliðason, Dr Football.
Hjörvar Hafliðason, Dr Football.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: Getty Images
Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur, er á því að Manchester City sé besta lið Evrópu í dag.

Man City hefur verið óstöðvandi síðustu vikur og unnið 19 leiki í röð. Í kvöld vann liðið mjög sannfærandi útisigur á Borussia Mönchengladbach í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Pep Guardiola mætti biðja alla afsökunar á þeim ummælum sínum að það þyrftu að vera fimm skiptingar. Hann fékk tækifæri á að rúlla inn fimm leikmönnum í dag en henti inn þremur. Þetta er hárrétt kerfi, þannig á að spila fótbolta og þannig er fótbolti. Það eru þrjár skiptingar, engar fimm skiptingar," sagði Hjörvar.

„Ég sé að þessir menn eru búnir að átta sig á því að svona virkar fótbolti. Það tekur of mikinn takt úr liðinu og annað slíkt ef þú ferð í allar þessar skiptingar."

„Þeir eru besta lið Evrópu eins og staðan er akkúrat núna," sagði Hjörvar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport.

Reynir Leósson var sérfræðingur með Hjörvari í þættinum og hann sagði: „Hjörvar er að færa mig meira inn á það að City er besta liðið í Evrópu í dag. Ég er enn svolítið á PSG líka og Bayern. Frammistaða City er einhvern veginn heilsteyptari, það er allt að fúnkera hjá þeim."

„Ef þú vilt vinna Meistaradeildina þá þarftu að vera með öfluga varnarlínu. Ég held þú vinnir hana ekki án þess og þeir eru komnir með hana í dag."

City hefur þétt vörnina aldeilis og er búið að halda hreinu í 24 leikjum á tímabilinu, einum færri en þeir gerðu á öllu síðasta tímabili. Innkoma Ruben Dias hefur gert mjög mikið fyrir City-liðið.

„Þetta er algjörlega tækifærið fyrir Pep Guardiola. Það er ekkert lið nálægt þeim akkúrat núna. Paris Saint-Germain er ekki nálægt þessu, þeir eru í þriðja sæti í frönsku deildinni," sagði Hjörvar.

„Það verður gaman að spila þetta aftur þegar við erum komnir í undanúrslitin," sagði Reynir.

Hvað sagði Guardiola?
Pep Guardiola, stjóri Man City, var spurður út í möguleika liðsins eftir sigurinn í kvöld. Hann var aðeins rólegri en Hjörvar, skiljanlega.

„Þegar ég horfi á Bayern München þá finnst mér við ekki vera líklegasta liðið í keppninni. Ég er að husga um West Ham eftir þrjá daga. Við erum félag sem hefur einu sinni komist í undanúrslit en ef fólk telur okkur líklegasta liðið til að vinna keppnina, þá verðum við að samþykkja það."

Sjá einnig:
Útiliðin með sjö sigra af átta í 16-liða úrslitunum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner