Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. febrúar 2021 07:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lennon hættur sem stjóri Celtic (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Neil Lennon, stjóri Celtic, hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu en árangur liðsins hefur verið óásættanlegur í vetur og er Rangers átján stigum fyrir ofan meistarana.

Lennon, sem er 49 ára, tók við stjórnartaumunum í maí árið 2019 þegar Brendan Rodgers hélt til Leicester. Lennon vann titilinn það vorið og í fyrra. Þá vann hann deildabikarinn og skoska bikarinn bæði árin.

Celtic stefndi á að vinna skoska meistaratitilinn tíunda árið í röð en Rangers er með öll spilin á hendi til að koma í veg fyrir það, með gott forskot á toppnum.

Celtic tapaði gegn Ross County í annað sinn á tímabilinu á sunnudag. Samkvæmt fréttaflutningi mun John Kennedy, aðstoðarmaður Lennon, taka við liðinu tímabundið.

„Við höfum átt erfitt tímabil og eru margar ástæður fyrir því. Auðvitað er þetta mjög pirrandi og svekkjandi að við höfum ekki náð sömu hæðum og áður," sagði Lennon m.a. í tilkynningu á heimasíðu Celtic.
Athugasemdir
banner
banner
banner