Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 24. febrúar 2024 16:14
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: Selfoss bjargaði andlitinu undir lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Selfoss 2 - 2 Augnablik
0-1 Guðni Rafn Róbertsson ('11 )
0-2 Breki Barkarson ('61 )
1-2 Jón Vignir Pétursson ('86 )
2-2 Elías Karl Heiðarsson ('90 )


Selfoss og Augnablik áttust við í riðli númer 1 í B-deild Lengjubikarsins en Selfoss lenti í kröppum dansi með 3. deildarliðið.

Leikurinn fór fram á Jáverk vellinum en eftir klukkutíma leik var Augnablik tveimur mörkum yfir. Guðni Rafn Róbertsson og Breki Barkarson gerðu mark gestanna.

Selfoss sótti mikið undir lok leiks og náði að bjarga stiginu. Jón Vignir Pétursson minnkaði muninn þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og það var svo Elías Karl Heiðarsson sem jafnaði í uppbótartímanum.

Selfoss er nú með tvö stig eftir tvo leiki en Augnablik með fjögur stig.


Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 5 4 1 0 16 - 9 +7 13
2.    Augnablik 5 2 3 0 18 - 9 +9 9
3.    Selfoss 5 2 2 1 12 - 10 +2 8
4.    Víðir 5 1 3 1 11 - 12 -1 6
5.    Reynir S. 5 1 0 4 10 - 16 -6 3
6.    ÍH 5 0 1 4 7 - 18 -11 1
Athugasemdir
banner
banner
banner