Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 24. febrúar 2024 17:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þorvaldur Örlygs kjörinn nýr formaður KSÍ (Staðfest)
Þorvaldur fagnar siginum í dag.
Þorvaldur fagnar siginum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorvaldur Örlygsson hefur verið kjörinn nýr formaður KSÍ eftir harða baráttu við Vigni Má Þormóðsson en Þorvaldur tekur við af Vöndu Sigurgeirsdóttur sem var kjörinn formaður árið 2021 fyrst kvenna.


Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, var ekki endurkjörinn en hann fékk rúmlega 20% atkvæða í fyrri kosningunni en enginn af frambjóðendunum fékk yfir 50% kosningu í fyrstu tilraun svo það þurfti að kjósa á ný en kosningin var þá einungis á milli Vignis Más Þormóðssonar og Þorvaldar Örlygssonar.

Þorvaldur vann Vigni í seinni kosningunni en mjótt var á munum. Þorvaldur fékk tæplega 52% fylgi.

Úrslit kosningarinnar:

Vignir Már Þormóðsson: 48,28%,
Þorvaldur Örlygsson: 51,72%


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner