Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   mán 24. febrúar 2025 16:30
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Icelandair
Þorsteinn og Ásmundur Haraldsson aðstoðarmaður hans í Lille í dag. Þeir hafa farið vel yfir franska landsliðið.
Þorsteinn og Ásmundur Haraldsson aðstoðarmaður hans í Lille í dag. Þeir hafa farið vel yfir franska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylgst með æfingunni í dag.
Fylgst með æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru allir leikmenn heilir og allar klárar svo við erum að gera okkur klár í alvöru verkefni á morgun," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands við Fótbolta.net í Le Mans í Frakklandi í dag.

Þorsteinn var mættur á Stade Marie Marvingt leikvanginn þar sem leikurinn fer fram þar sem lokaæfingin fyrir leik var tekin. Ísland gerði markalaust jafntefli við Sviss á föstudaginn.

„Í grunninn býst maður við að þetta verði ólíkur leikur frá því síðast," sagði Þorsteinn.

„Frakkarnir pressa væntanlega hærra og verða aggressívari og meira með booltann. Það eru klárlega möguleikar á móti þeim og opnanir sem er hægt að nýta sér."

Ég hef heyrt það á stelpunum að það sé búið að fara vel í franska liðið og það sé alveg hægt að komast í gegnum þær?

„Já, en svo er bara að framkvæma og hvað þú gerir með boltann þegar þú færð hann. Það eru klárlega möguleikar sem við höfum séð og hlutir sem við eigum að geta framkvæmt inni á vellinum. Svo snýst þetta um að þetta verði okkar dagur og að leikmenn sýni sitt rétta andlit og spili að sinni bestu getu. Þá eigum við fínan séns, fáum fína frammistöðu og það gefur okkur góða möguleika."

Ég hef líka heyrt að þú leggir áherslu á að fá meiri ró á boltann. „Já, við höfum alveg náð ró á boltann aftar á vellinum, en þurfum að fá rólegri hluti með boltann framar á vellinum. Við erum stundum að flýta okkur, viðn erum að taka sendingu strax í fyrsta hlaup þegar að opna fyrir næsta hlaup. Það eru svona hlutir sem við erum að fara í gegnum og reyna að verða betri í. Þetta snýst alltaf um að ef við ætlum að ná betri árangri þurfum við að taka skref fram á við þar líka."

Franska liðið er gríðarlega sterkt, ertu ekki hræddur að það sé borin of mikil virðing fyrir þeim?

„Nei, þessi sólarhringur fer í að fá leikmenn til að hafa trú á sjálfum sér og trú á verkefnið og ætla sér að fara í þetta verkefni til að vinna það. Ég hef fulla trú á að við náum að koma því í gegn að við eigum möguleika á morgun. Þetta franska lið er auðvitað allt heimsklassa leikmen að spila í stórum félögum. Þær hafa verið að ná árangri félagsliðamegin en hafa ekki unnið neitt kvennamegin í stórum keppnum. Þær hafa alltaf verið í topp átta."

Ísland mætti Frökkum í Rotherham á Englandi á EM 2022 og gerði þá 1-1 jafntefli eftir að hafa skorað jöfnunarmark úr víti í lokin.

„Já við náðum ágætis úrslitum síðast þegar við spiluðum á móti þeim svo við trúum á okkur. Það er það eina sem ég fer fram á hjá leikmönnum, að trúin sé til staðar. Ef trúin er á það sem þú ert að gera þá er allt hægt."

Þú segir að það séu engin meiðsli, en býstu við að breyta einhverju í uppstillingu á liðinu?

„Við gerum einhverjar breytingar til að fá ferskar fætur inn en grunnhryggjasúlan verður sú sama."

Er það eitthvað sem miðar að því að þú ætlir að spila varnarsinnaðri bolta?

„Nei, kannski má horfa í að það verði aðeins meiri og öðruvísi hlaup í leiknum. Ég tel það þurfi að hreyfa aðeins til í því og líka til að það séu ferskir leikmenn sem komi inná og við fáum sem mest út úr hópnum líka, að við nýtum hópinn vel og fáum sem mest út úr honum. Það tel ég auka líkurnar á að við náum árangri á morgun."

Hvað ber helst að varst hjá Frökkum? „Það er gríðarlega mikið af einn á einn návígum sem við þurfum að vera góð í. Við þurfum að vera sterk í 1 á 1 því framar á vellinum eru þær mikið að fara í 1 á 1 og reyna að plata. Við þurfum að vera sterk þar. Við þurfum að ná tvöföldun í varnarleik og færslurnar þurfa að vera í lagi og ekki hlaupa út úr stöðum til að fara í pressu heldur vera þolinmóð."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner