Það mörgum á óvart í gær þegar fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano og þýski fjölmiðillinn Bild fjölluðu um að verið væri að reka Julian Nagelsmann úr starfi sínu hjá Bayern Munchen. Það kom Nagelsmann sjálfum á óvart, hann vissi ekki af fundunum sem voru í gangi og var í skíðaferð í Austurríki þegar hann las í fjölmiðlum að hann væri að fá sparkið.
Samkvæmt Bild komust ráðamenn hjá Bayern að þeirri niðurstöðu að þau tíu stig sem Bayern hefur misst af á þessu ári séu stjóranum að kenna. Markmiðið hjá Bayern er að vinna deildina og staðan í deildinni óásættanleg. Ákveðið var að landsleikjahléið væri rétti tímapunkturinn til að rífa í gikkinn og fá inn Thomas Tuchel sem allra fyrst.
Tuchel nær að stýra nokkrum æfingum áður en Bayern mætir Dortmund um aðra helgi í toppslag deildarinnar. Dortmund er með eins stigs forskot á tífalda meistara Bayern.
Ráðamenn voru með þá tilfinningu að Tuchel gæti runnið þeim úr greipum fljótlega, Real Madrid og Tottenham líkleg í að reyna við þýska stjórann. Bayern vildi ekki missa af þessu tækifæri, félagið var með augastað á Tuchel frá því hann stýrði Dortmund á árunum 2015-17.
Sögur hafa heyrst af því að stirt hafi verið milli Nagelsmann og ráðamanna og að einhverjir leikmenn væru farnir að efast um taktískt upplegg Nagelsmann.
Framundan hjá Bayern er eins og fyrr segir þessi toppslagur gegn Dortmund og svo er einvígi gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Stöðutaflan
Þýskaland
Bundesliga - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Heidenheim | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 | 0 | +6 | 6 |
2 | Bayern | 2 | 2 | 0 | 0 | 5 | 2 | +3 | 6 |
3 | RB Leipzig | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 | 2 | +2 | 6 |
4 | Dortmund | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 | 0 | +2 | 4 |
5 | Union Berlin | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 | 1 | +1 | 4 |
6 | Gladbach | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 | 3 | +1 | 3 |
7 | Wolfsburg | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 | 3 | +1 | 3 |
8 | Leverkusen | 2 | 1 | 0 | 1 | 5 | 5 | 0 | 3 |
9 | Eintracht Frankfurt | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 | 3 | 0 | 3 |
10 | Freiburg | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 | 3 | 0 | 3 |
11 | Hoffenheim | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 | 5 | -1 | 3 |
12 | Mainz | 2 | 0 | 2 | 0 | 4 | 4 | 0 | 2 |
13 | Werder | 2 | 0 | 2 | 0 | 2 | 2 | 0 | 2 |
14 | Stuttgart | 2 | 0 | 1 | 1 | 4 | 6 | -2 | 1 |
15 | Augsburg | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 | 6 | -4 | 1 |
16 | Holstein Kiel | 2 | 0 | 0 | 2 | 2 | 5 | -3 | 0 |
17 | Bochum | 2 | 0 | 0 | 2 | 0 | 3 | -3 | 0 |
18 | St. Pauli | 2 | 0 | 0 | 2 | 0 | 3 | -3 | 0 |
Athugasemdir