Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mið 24. apríl 2019 16:00
Elvar Geir Magnússon
Conte sagður vera með samning frá Roma í höndunum
Samkvæmt Calciomercato.com hefur Roma boðið Antonio Conte, fyrrum stjóra Chelsea, Juventus og ítalska landsliðsins, nýjan samning.

Samningstilboðið er ansi gott og gæti fengið Conte til að stökkva um borð þó hann missi þá peninginn sem hann hefur verið að fá frá Chelsea.

Ítalskir fjölmiðlar segja að til að hafa efni á Conte þurfi Roma að selja að minnsta kosti tvo af launahæstu leikmönnum sínum. Þar eru Edin Dzeko, Javier Pastore og Steven N’Zonzi í umræðunni.

Roma hefur trú á að Conte geti smíðað saman lið sem verði samkeppnishæft við Juventus.

Claudio Ranieri er núverandi stjóri Roma en hann er á samningi út tímabilið.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
6 Como 21 10 7 4 31 16 +15 37
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 21 7 7 7 21 19 +2 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
13 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
14 Torino 21 6 5 10 21 34 -13 23
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 32 -9 17
18 Lecce 21 4 5 12 13 29 -16 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
Athugasemdir
banner