Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 24. apríl 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Lúkas hafi alla burði til að verða markvörður í fremstu röð
Lúkas J. Blöndal Petersson
Lúkas J. Blöndal Petersson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Lúkas J. Blöndal Petersson er einn efnilegasti markvörður okkar Íslendinga. Lúkas er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en hann á íslenska foreldra.

Foreldrar hans eru Alexander Petersson og Eivor Pála Blöndal en þau voru bæði í landsliðinu í handbolta.

„Við köllum hann 'German Wings'," sagði Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag þegar talað var um Lúkas.

Lúkas er á mála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Hoffenheim og hefur verið í unglingaliðunum þar. Hann er byrjunarliðsmarkvörður í U19 landsliðinu sem spilar í lokakeppni EM í sumar.

„Hann er mjög efnilegur. Núna er hann vonandi að fara að taka næstu skref á sínum ferli. Hann er búinn að vera mikið í unglingaboltanum. Hann er orðinn 19 ára og það verður gaman að sjá hver næstu skref verða."

Jörundur Áki hefur mikla trú á honum. „Hann hefur klárlega alla þá burði til að ná ótrúlega langt sem markvörður. Hann er með mikla hæð og með mikið 'presence'. Ég hugsa að hann sé hærri en pabbi sinn."

„Hann hefur mjög margt sem hann fær vonandi að spila vel með. Hann hefur alla burði til að vera markvörður í fremstu röð."

Jörundur Áki kom inn á það í útvarpsþættinum að Lúkas hafi líka verið á blaði hjá þýska fótboltasambandinu en hann getur líka spilað fyrir þeirra landslið.
Útvarpsþátturinn - Besta, KR og landsliðsmál
Athugasemdir
banner
banner
banner