Markús Máni er framherji sem er uppalinn hjá Fylki og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Elliða árið 20202. Hann lék svo með Árbæ 2023 og er nú á leið í sitt annað tímabil með Víði eftir að hafa skorað 14 mörk í 22 leikjum í 3. deildinni á síðasta tímabili.
Markús hjálpaði Víði að fara upp úr 3. deildinni, var á bekknum í liði ársins og er nú á leið í sitt fyrsta tímabil í 2. deild. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Markús hjálpaði Víði að fara upp úr 3. deildinni, var á bekknum í liði ársins og er nú á leið í sitt fyrsta tímabil í 2. deild. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Markús Máni Jónsson
Gælunafn: Kúsi vilja vinir mínir kalla mig
Aldur: 23 ára
Hjúskaparstaða: Ég er á föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Fyrsti keppnisleikur sem ég man eftir kom með Elliða á móti Sindra á höfn yfir humarhátíðina. Benni Daríus kom okkur yfir á 90. mínútu og fögnuðum beint fyrir framan stúkuna sem var erfið.
Uppáhalds drykkur: Miami NOCCO, frábær drykkur fyrir ferðalagið í Garðinn.
Uppáhalds matsölustaður: Just wingin it eru bestu vængir sem ég hef smakkað, eða OTO í sérstökum tilefnum
Uppáhalds tölvuleikur: Hef eitt mörgum tímum í Skyrim
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Ég á eitthvað smotterí í rafmynt
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky blinders er á toppnum
Uppáhalds tónlistarmaður: Flakka rosalega á milli en í dag er það Bad Bunny sem gaf út DTMF plötuna
Uppáhalds hlaðvarp: Var harður Ástríðu maður á sínum tíma en núna verður það Betkastið
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram er vinsælast
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Kíki inn á Fotbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Tiktokkarinn Einar Eyjólfsson er bráð fyndinn
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Staðfesting í klippingu. Það er kominn tími á það
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég hef lært það að seigja aldrei aldrei en
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Spilaði á móti Isak Hansen-Aaröen hjá norska félaginu Tromsö rétt áður en hann var seldur til Manchester United
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Nonni Sveins verður að vera fyrir valinu vegna persónulegra ástæðna
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Arnór Gauti Jónsson var erfiður í yngri flokkum
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Gylfi Þór Sigurðsson var góð fyrirmynd þegar maður var að vaxa
Sætasti sigurinn: 2-3 sigur með Árbæ á móti Elliða gömlum félögum og skipt um lit, var búinn að fá mikil mótmæli frá Elliða mönnum um að vera kominn yfir í Árbæ og setja hann á 90+2 til að koma okkur yfir
Mestu vonbrigðin: Tapa á móti Kormáki/Hvöt í lok tímabilsins með Árbæ þegar markmaðurinn þeirra var í banni og við misstum af öðru sætinu fyrir þeim í lok tímabils
Uppáhalds lið í enska: Manchester United rennur í blóðinu
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kári Sigfússon er kraftmikill einstaklingur
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Guðmar Gauti er undir væntingum
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Alfredo Ivan í selfoss er með Suður Amerísku genin
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Ég bara því miður þekki það ekki
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo að mínu mati
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Þætti gaman að sjá jafntefli gefa 0 stig til þess að fá ennþá meiri spennu í lokamínúturnar á tímabilinu
Uppáhalds staður á Íslandi: Siglufjörður er líklegast fallegasti bær Íslands
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í síðasta leiknum okkar á móti Kára sem fór í vítaspyrnu keppni og Joaquin Ketlun segir okkur ekki að hafa áhyggjur því hann er að fara að verja allavegana 3 vítaspyrnur, síðan ver hann 3 vítaspyrnur og skorar úr síðustu spyrnunni.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Kærastan þarf að vera á leikjunum
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist mest með Ameríska fótboltanum þegar það er í gangi
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike phantom, svörtum eða hvítum
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var latur í dönskunni
Vandræðalegasta augnablik: Að mæta á fyrstu æfinguna hjá Víði eftir að hafa unnið þá í báðum leikjunum með Árbæ á liðnu tímabili
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég myndi bjóða Alfredo Ivan, Agnar Guðjónsson og Jonatan Aaron. Allt menn með góðann smekk.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Ottó Helgason er alltaf á einhverju flakki.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi setja Harald Smára, Aron Örn og Dominic Briggs í ''love is blind''. Held að persónuleikarnir myndu skína í gegn
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Finnst Venesúela skemmtilegasta land sem ég hef farið til
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Cameron Briggs er hinn vinalegasti Bandaríkjamaður og alltaf gaman að hafa hann í kringum sig
Hverju laugstu síðast: Að litlu frænku og að ég væri að fara að sofa
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitunin er frekar langdregin
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Trump, hvað er endamarkmiðið.
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Þetta verður ævintýranlegt sumar, má búast við töfrum þannig mætið á völlinn
Athugasemdir