Dortmund - Bayern laugardagskvöld 18:45
Annað kvöld klukkan 18:45 verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á dagskrá þegar þýsku risaveldin Borussia Dortmund og FC Bayern eigast við.
Bayern vann þýsku deildina með yfirburðum, hlaut 91 stig og Dortmund lenti í öðru sæti með 66 stig.
Bayern vann þýsku deildina með yfirburðum, hlaut 91 stig og Dortmund lenti í öðru sæti með 66 stig.
Þetta er í fyrsta sinn sem úrslitaleikurinn er algjörlega þýskur en þegar þessi tvö lið áttust við í deildinni í vetur enduðu báðir leikir með 1-1 jafntefli. Liðin mættust einnig í bikarnum og þar fór Bayern með sigur 1-0.
Dortmund komst í gegnum dauðariðilinn þar sem mótherjarnir voru Real Madrid, Ajax og Man City. Liðið vann Shaktar Donetsk, dramatískan sigur á Malaga og fór svo auðveldlega með Real Madrid í útsláttarkeppninni.
Bayern hefur átt eitt magnaðasta tímabil í sögu þýska boltans og er komið í úrslitaleiki í Meistaradeild og í bikarnum. Liðið getur því unnið hina mögnuðu þrennu.
Þjálfararnir:
Dortmund: Jurgen Klopp
Þessi 45 ára maður hefur unnið sig inn í hug og hjörtu fótboltaaðdáenda. Skemmtilegur og litríkur karakter sem lifir sig inn í leikinn. Er einnig í uppáhaldi hjá fjölmiðlamönnum, hnyttinn og skemmtilegur í viðtölum ólíkt flestum kollegum hans.
FC Bayern: Jupp Heynckes
Þessi 68 ára maður hefur stýrt Bayern til meistaratitils og í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni á tveimur árum. Hefur sett ófá metin á leiðinni. Í janúar var þó tilkynnt að hann myndi þurfa að víkja fyrir Pep Guardiola eftir tímabilið.
Lykilmenn Dortmund:
Marco Reus
Aðeins 23 ára. Yfirgaf Dortmund sem unglingaleikmaður 2006 en var svo keyptur til baka frá Gladbach fyrir háa upphæð. Fótboltamaður ársins í Þýskalandi 2012. Frábær á boltann, með góðar sendingar og getur skorað.
Robert Lewandowski
Pólskur sóknarmaður sem hefur skorað tíu mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Fór illa með Real Madrid.
Lykilmenn Bayern:
Thomas Muller
Það þarf alltaf að hafa góðar gætur á þessum leikmanni. Markahæstur Bæjara í Meistaradeildinni og í öðru sæti yfir markaskorun í deildinni.
Franck Ribery
Lykilmaður í sóknarleik Bæjara. Óútreiknanlegur leikmaður sem getur búið til færi fyrir samherja sína og einnig gert mörk með mögnuðum einstaklingsframtökum.
Meiðslafréttir:
Hinn tvítugi Mario Götze verður ekki með Dortmund. Einn af gimsteinum þýska boltans er meiddur. Frágengið er að Götze fari til Bayern eftir tímabilið.
Líklegt byrjunarlið Dortmund (4-2-3-1): Weidenfeller (m); Piszczek, Subotic, Hummels, Schmelzer; Sahin, Bender; Blaczszykowski, Gündogan, Reus; Lewandowski
Líklegt byrjunarlið Bayern (4-2-3-1): Neuer (m); Lahm, Boateng, Dante, Alaba; Martinez, Schweinsteiger; Robben, Müller, Ribery; Mandzukic
Brot af því sem Gummi Ben segir í lýsingunni:
- Er þýska deildin sú besta í heimi?
- Talar um það þegar Bayern gaf Dortmund lán þegar þeir gulu voru í fjárhagserfiðleikum.
- Það vantar bara Lionel Messi.
Myndband: Hvernig Dortmund komst í þennan leik
Athugasemdir