
„Tilfinningin er mjög góð, það er ekki hægt að neita því," sagði Jóhann Hilmar Hreiðarsson annar þjálfara Dalvíkur/Reynis eftir 2-0 sigur á Þór í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 - 0 Þór
"Þetta tók á síðustu 20, þó við hefðum skorað 2-0 þá var maður alltaf hræddur um að við fengjum á okkur mark og þá færum við í smá panic en við náðum að halda þetta út,"
Jóhann var gríðarlega ánægður með varnarleik liðsins í síðari hálfleik.
„Við láum aðeins til baka og breikuðum á þá þegar við fengum tækifæri til þess. Síðan æxlaðist leikurinn þannig í síðari hálfleik að þeir sóttu meira, við vörðumst ótrúlega vel, ótrúlega flottur varnarleikur,"
Spurður að því hver draumurinn væri í næstu umferð sagði hann;
„Ég er ekki byrjaður að pæla í því, heimaleikur væri frábært,"
Athugasemdir