Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. maí 2022 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Þriðji sigur Víkinga - Fylkir á botninum og án stiga
Víkingur skoraði fjögur
Víkingur skoraði fjögur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 0 - 4 Víkingur R.
0-1 Emma Steinsen Jónsdóttir ('4 )
0-2 Kiley Norkus ('29 )
0-3 Hulda Ösp Ágúsdóttir ('58 )
0-4 Sigdís Eva Bárðardóttir ('84 )

Víkingur R. er komið í efsta sæti Lengjudeildar kvenna eftir 4-0 sigur á Fylki á Würth-vellinum í kvöld.

Emma Steinsen Jónsdóttir kom Víkingsliðinu á bragðið á 4. mínútu áður en Kiley Norkus gerði annað mark liðsins.

Hulda Ösp Ágústsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir gerðu út um leikinn í síðari hálfleiknum og skutu liði sínu í efsta sæti deildarinnar.

Víkingur er með 9 stig í efsta sæti en Fylkir, sem féll úr efstu deild eftir síðasta tímabil, er á botninum og án stiga eftir fyrstu fjóra leikina.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner