Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Luís Campos áfram hjá PSG (Staðfest)
Mynd: EPA
Luís Campos er búinn að skrifa undir nýjan samning við franska stórveldið Paris Saint-Germain. Hann verður áfram í starfi sem sérstakur ráðgjafi um fótboltamál hjá PSG, starf sem samsvarar starfi yfirmanns fótboltamála að flestu leyti.

Campos er núna samningsbundinn PSG til 2030 en hann hóf störf þar fyrir þremur árum síðan. Hann hefur verið í mikilvægum störfum hjá AS Monaco og Lille á undanförnum árum en fyrir það var hann meðal annars taktískur ráðgjafi José Mourinho hjá Real Madrid og njósnari fyrir félagið.

„Ég er himinlifandi með að halda áfram að starfa með QSI (Qatar Sports Investments) til 2030. Ég hlakka til að skrifa söguna með QSI á næstu árum," sagði Campos meðal annars þegar nýr samningur var opinberaður í dag.

Campos hefur gert frábæra hluti hjá PSG og tókst að kaupa Vitinha, Hugo Ekitike, Nordi Mukiele, Renato Sanches, Fabián Ruiz og Carlos Soler til félagsins fyrir um 100 milljónir evra samanlagt.

Luis Enrique mun halda áfram sem aðalþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner