Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag vill taka við Leverkusen
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Erik ten Hag sé að færast nær þjálfarastarfinu hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Cesc Fábregas er talinn vera efstur á óskalistanum hjá stjórnendum Leverkusen en Spánverjinn er sagður vilja vera áfram hjá Como. Ten Hag er næstur á eftir honum og vill ólmur taka við Leverkusen.

Ten Hag hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Manchester United. Hann er orðaður við ýmis þjálfarastörf, aðallega hjá Leverkusen og sínum fyrrum vinnuveitendum í Ajax.

Romano segir að Ten Hag sé gríðarlega spenntur fyrir því að taka við Leverkusen og sé búinn að gefa grænt ljós á að hefja formlegar viðræður.

Talið er að Leverkusen ætli að gera síðustu tilraun til að krækja í Fábregas frá Como áður en þeir ganga frá samningum við Ten Hag.
Athugasemdir
banner