Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór og Daníel komu saman inná - Dagur Dan byrjaði í tapleik
Mynd: Malmö
Mynd: Heimasíða Orlando City
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins þar sem Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen komu saman inn af bekknum þegar Malmö átti heimaleik gegn AIK í efstu deild sænska boltans.

Þar er um að ræða hatrammann risaslag þar sem mikil stemning er á pöllunum og vanalega lítið um mörk. Það var engin breyting þar á í þetta sinn, þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli. Það er í fjórða sinn sem liðin gera markalaust jafntefli í síðustu fimm leikjum sín á milli.

Arnór og Daníel spiluðu síðustu 20 mínúturnar í lokuðum leik þar sem heimamenn í Malmö fengu betri færi en tókst ekki að skora.

AIK er í öðru sæti með 23 stig eftir 11 umferðir, fjórum stigum fyrir ofan Íslendingalið Malmö.

Dagur Dan Þórhallsson var þá í byrjunarliði Orlando City sem tapaði á heimavelli gegn Nashville í US Open Cup bikarkeppninni.

Dagur spilaði fyrstu 84 mínúturnar í 2-3 tapi í kaflaskiptum leik. Liðin mættust í 16-liða úrslitum og fer Nashville því áfram í næstu umferð.

Að lokum var Hjörtur Hermannsson í leikbanni vegna uppsafnaðra gulra spjalda þegar Volos tapaði á útivelli gegn Levadiakos í lokaumferðinni í Grikklandi. Volos endar þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Malmö 0 - 0 AIK

Orlando City 2 - 3 Nashville

Levadiakos 3 - 2 Volos

Athugasemdir
banner
banner