Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Enzo daðrar við Real Madrid
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: EPA
Enzo Fernandez, argentínski miðjumaðurinn hjá Chelsea, er sagður á blaði hjá Real Madrid. Félagið vill fá inn nýjan miðjumann í sumarglugganum.

Argentínskir fjölmiðlar segja Enzo með munnlegt samkomulag við félagið og sé þegar búinn að kanna hvar best sé að búa í Madrídarborg.

Í nýju viðtali má segja að Enzo gefi Real Madrid undir fótinn en hann er þá spurður að því hvaða lið hann spili í fótboltatölvuleiknum EA Sports FC, sem áður hét FIFA.

„Ég spila með Real Madrid, alltaf Madríd," svaraði Enzo en hann hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á liðinu og fer reglulega í frí til Madrídar.

Guardian segir að Chelsea sé ákveðið í að halda Enzo en þessi 24 ára leikmaður vann HM með argentínska landsliðinu 2022 og var valinn besti ungi leikmaður mótsins.


Athugasemdir
banner