Xherdan Shaqiri er einhver besti landsliðsmaður sem Sviss hefur átt en hann hætti að spila með landsliðinu eftir EM í fyrra.
Murat Yakin, landsliðsþjálfari Sviss, vill hins vegar ekki sjá það að Shaqiri hætti.
Murat Yakin, landsliðsþjálfari Sviss, vill hins vegar ekki sjá það að Shaqiri hætti.
Hann hefur reynt að fá hann til að breyta um skoðun og reyndi að hringja í hann fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Mexíkó og Bandaríkjunum, en hann fékk ekkert svar.
„Ég reyndi að hringja í hann og sendi honum talskilaboð líka, en hann svaraði ekki," sagði Yakin sem ætlar að halda áfram að reyna.
„Dyrnar eru opnar frá minni hlið en hann verður líka að vera tilbúinn."
Shaqiri er í dag 33 ára og spilar með Basel í heimalandinu.
Athugasemdir