
„Við gáfum þeim góðan leik og ég er bara svekktur að fá ekki meira út úr honum, klárlega", sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir 2-1 tap gegn HK í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Magni 1 - 2 HK
Magni, sem er í Lengjudeildinni, gaf úrvalsdeildarliði HK hörkuleik á Grenivík í kvöld og segir Sveinn að uppleggið fyrir þennan leik hafi verið að þora meira heldur en liðið hefur verið að gera upp á síðkastið.
„Við ætluðum að þora meira heldur en við höfum verið að gera. Þora sóknarlega, vera aðeins djarfari, nýta þennan leik í það. Það fleytti okkur mjög langt. Óheppnir kannski, jújú þeir eiga alveg ágætis færi hérna í fyrri hálfleiknum líka, það hefði kannski geta verið 2-2- í hálfleik en með kannski heppni hefðum við geta verið 2-0 yfir í hálfleik."
Sveinn var spurður út í það hvort það sé ekki líka ágætt að geta einbeitt sér alveg að deildarkeppninni núna.
„Jú jú. En auðvitað hefði verið gaman að fara áfram í bikar og við vildum fara áfram í bikar, klárlega. Ég held að það hafi alveg sýnt sig hérna í dag að við ætluðum okkur áfram en jú jú úr því sem komið er þá er bara fínt að einbeita sér að deildinni."
Nánar er rætt við Svein í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir