Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   mið 24. júní 2020 22:10
Aksentije Milisic
Sveinn: Við ætluðum okkur áfram
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við gáfum þeim góðan leik og ég er bara svekktur að fá ekki meira út úr honum, klárlega", sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir 2-1 tap gegn HK í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  2 HK

Magni, sem er í Lengjudeildinni, gaf úrvalsdeildarliði HK hörkuleik á Grenivík í kvöld og segir Sveinn að uppleggið fyrir þennan leik hafi verið að þora meira heldur en liðið hefur verið að gera upp á síðkastið.

„Við ætluðum að þora meira heldur en við höfum verið að gera. Þora sóknarlega, vera aðeins djarfari, nýta þennan leik í það. Það fleytti okkur mjög langt. Óheppnir kannski, jújú þeir eiga alveg ágætis færi hérna í fyrri hálfleiknum líka, það hefði kannski geta verið 2-2- í hálfleik en með kannski heppni hefðum við geta verið 2-0 yfir í hálfleik."

Sveinn var spurður út í það hvort það sé ekki líka ágætt að geta einbeitt sér alveg að deildarkeppninni núna.

„Jú jú. En auðvitað hefði verið gaman að fara áfram í bikar og við vildum fara áfram í bikar, klárlega. Ég held að það hafi alveg sýnt sig hérna í dag að við ætluðum okkur áfram en jú jú úr því sem komið er þá er bara fínt að einbeita sér að deildinni."

Nánar er rætt við Svein í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner