Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mán 24. júní 2024 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 9. umferðar - Óvænt úrslit og tvær mjög efnilegar
Víkingur vann Breiðablik fyrst liða í sumar.
Víkingur vann Breiðablik fyrst liða í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Anna hefur verið að spila afar vel.
Hildur Anna hefur verið að spila afar vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík á flesta fulltrúa í liði 9. umferðar Bestu deildar kvenna eftir stórkostlegan sigur gegn Breiðabliki. Víkingur varð fyrsta liðið til að leggja Breiðablik að velli í sumar. Það er mikil spenna á toppnum eins og sjá má neðst í fréttinni.

Selma Dögg Björgvinsdóttir átti frábæran leik fyrir Víkinga og var maður leiksins. Birta Guðlaugsdóttir var öflug í markinu og Gígja Valgerður Harðardóttir var eins og herforingi í vörninni. John Andrews er þá þjálfari umferðarinnar.



Tindastóll á þrjá fulltrúa í liðinu eftir sterkan útisigur á Keflavík. Elísa Bríet Björnsdóttir, sem er fædd árið 2008, er í liðinu í þriðja sinn í sumar en Jordyn Rhodes var maður leiksins í sigri Stólanna. Þá var Bryndís Rut Haraldsdóttir öflug að venju í vörninni.

Amanda Andradóttir er í liðinu í fimmta sinnn í sumar eftir 3-1 sigur Vals gegn FH. Katie Cousins lék einnig afar vel í leiknum.

Hildur Anna Birgisdóttir, sem er fædd árið 2007, hefur komið inn afar sterk í lið Þórs/KA og er í liðinu aðra umferðina í röð eftir sigur gegn Fylki. Mjög svo efnilegur leikmaður, eins og Elísa Bríet.

Þá eru Þróttarar komnar af fallsvæðinu eftir sigur á Stjörnunni. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Leah Pais voru bestu leikmenn vallarins þar.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner