Breiðablik hefur verið óstöðvandi í byrjun móts í Bestu deild kvenna en liðið er enn með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Blikar hafa tekið frábæra sigra í undanförnum tveimur leikjum; fyrst gegn Val og svo gegn Þór/KA núna í sjöundu umferð.
Nik Chamberlain er þjálfari umferðarinnar og þá eru Agla María Albertsdóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir í úrvalsliðinu. Heiða Ragney fór á fyrrum heimavöll sinn og gerði gæfumuninn.
„Mér fannst hún bara vera einhvers konar vaktstjóri eða hliðarvörður og það brotnaði miklu meira á henni en vörninni þeirra. Líklega var hún langmesti munurinn á þessum liðum í dag," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, í viðtali við Morgunblaðið um Heiðu Ragneyju eftir leikinn.
Nik Chamberlain er þjálfari umferðarinnar og þá eru Agla María Albertsdóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir í úrvalsliðinu. Heiða Ragney fór á fyrrum heimavöll sinn og gerði gæfumuninn.
„Mér fannst hún bara vera einhvers konar vaktstjóri eða hliðarvörður og það brotnaði miklu meira á henni en vörninni þeirra. Líklega var hún langmesti munurinn á þessum liðum í dag," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, í viðtali við Morgunblaðið um Heiðu Ragneyju eftir leikinn.
FH vann þá 0-3 sigur gegn Fylki í Árbænum og á þrjá fulltrúa í liðinu. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var frábær á miðsvæðinu og Snædís María Jörundsdóttir stóð sig vel fyrir framan markið. Í markinu var Aldís Guðlaugsdóttir öflug hjá FH.
Þróttur vann sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar. Kristrún Rut Antonsdóttir gerði þrennu í sigri gegn Tindastóli og þá var Freyja Karín Þorvarðardóttir einnig öflug.
Kristrún Rut gerði ekki einu þrennu umferðarinnar því Ísabella Sara Tryggvadóttir gerði þrennu í 4-0 sigri Vals á Stjörnunni. Þar var Fanndís Friðriksdóttir einnig öflug.
Þá voru Susanna Joy Friedrichs og Caroline van Slambrouck bestar í öflugum sigri Keflavíkur á Víkingi. Sú síðarnefnda var hætt í fótbolta fyrir tímabilið en hefur límt saman vörn Keflavíkur í síðustu leikjum.
Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir