Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mán 24. júní 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Brúsi Daniel Djuric kominn á veiðistöng í Kópavoginum
Hilmar Jökull aðalsprauta Kópacabana með veiðistöngina góðu.
Hilmar Jökull aðalsprauta Kópacabana með veiðistöngina góðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkings var á dögunum dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að henda vatnsbrúsa í stuðningsmann Breiðabliks eftir leik liðanna fyrr í mánuðinum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍA

Stuðningsmenn Blika eignuðu sér brúsann og nýta hann í stúkunni á Kópavogsvelli.

Þegar ÍA heimsótti Blika í Kópavoginn í gær var brúsinn kominn á veiðistöng og hékk í nánd við varamannabekk skagamanna í von um að veiða einhvern frá ÍA til að ná í brúsann og sækja sér tveggja leikja bann.

Enginn greip á agnið en það mátti sjá á Jóni Þór Haukssyni þjálfara ÍA að hann hafði gaman af og átti stutt orðaskipti á léttu nótunum við Kópacabana drengina. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.
Athugasemdir
banner
banner