Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júlí 2020 19:50
Aksentije Milisic
Pepsi Max-kvenna: Fjögurra marka jafntefli á Akureyri
Margrét skoraði í kvöld.
Margrét skoraði í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 2 - 2 Fylkir
0-1 Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('68 )
1-1 Margrét Árnadóttir ('70 )
1-2 Bryndís Arna Níelsdóttir ('77 , víti)
2-2 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('78 , sjálfsmark)

Þór/KA og Fylkir áttust við á Akureyri í kvöld en leikið var á Þórsvellinum. Viðureignin í kvöld var frestaður leikur en lið Fylkis var skipað í sóttkví fyrr á þessu tímabili.

Markalaust var í leikhléi en það var svo sannarlega fjör í síðari hálfleiknum. Margrét Björg Ástvaldsdóttir kom gestunum yfir á 68. mínútu en heimastúlkur voru einungis tvær mínútur að jafna leikinn en þar var að verki Margrét Árnadóttir.

Bryndís Arna Níelsdóttir kom Fylki aftur yfir úr vítaspyrnu sem hún fékk sjálf. Hins vegar svaraði Þór/KA strax aftur fyrir sig en þá skoraði Þórdís Elva Ágústdóttir sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Madeline.

„Fyrirgjöf frá Maddy út í teiginn fer í Þórdísi og þaðan í netið. Sýnist eins og Þórdís sé að reyna senda á Cessu," skrifaði Sæbjörn Þór í beinni textalýsingu.

Meira var ekki skorað og því niðurstaðan jafntefli í hörkuleik fyrir norðan. Þór/KA situr í fimmta sæti deildarinnar en Fylkir í því þriðja.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner