Breiðablik er í leit að sóknarmanni, félagið hefur verið orðað við Færeyinginn Jóan Símun Edmundsson, Kristófer Ingi Kristinsson hefur æft með liðinu og þá greindi Dr. Football frá því í dag að Breiðablik hefði sett sig í samband við Birni Snæ Ingason sem er að renna út á samningi hjá Víkingi eftir tímabilið.
Einnig hefur Árni Vilhjálmsson verið orðaður við heimkomu til Breiðabliks og menn velt því fyrir sér hvort Eyþór Aron Wöhler yrði kallaður til baka úr láni hjá HK.
Einnig hefur Árni Vilhjálmsson verið orðaður við heimkomu til Breiðabliks og menn velt því fyrir sér hvort Eyþór Aron Wöhler yrði kallaður til baka úr láni hjá HK.
Þjálfarinn segir að ekkert sé að gerast
Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, í dag og var hann spurður hvort það væri eitthvað að frétta í sóknarmannaleit félagsins.
„Það er bara ekkert að gerast, það verður bara að segjast eins og er að það er bara mjög rólegt á þeim vígstöðvum," sagði Óskar.
Eru það vonbrigði?
„Ekki kannski vonbrigði, en ég held að það sé alveg ljóst að það væri gott að hafa aðeins fleiri valkosti fram á við," sagði Óskar.
Járn í eldinum
Ólafur Kristjánsson, yfirmaður fótboltamála hjá Breiðabliki, var spurður núna seinni partinn hvort að það væri eitthvað væri að gerast í leikmannaleitinni.
„Það er eitthvað í gangi, ekkert samt sem hægt er að setja nöfn á. Þetta eru kostir í framlínuna, það er það sem við höfum verið að setja einbeitinguna á," sagði Óli. Hann vildi ekki tjá sig um einstaka nöfn þegar fréttamaður ætlaði að spyrja hann hvort að möguleikinn á því að fá Jóan Símun væri enn til staðar.
„Það hefur komið fram að ef við finnum rétta manninn sem passar inn í hlutina þá erum við að skoða það. Það eru járn í eldinum, en ég vil ekki tala um nein nöfn á þessum tímapunkti," sagði Óli.
Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Athugasemdir