Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 24. ágúst 2023 19:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sagði andstæðingunum að haga sér eins og menn - „Klækjarefir og reyndu allt sem þeir gátu"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það sást í útsendingunni að Norður-Makedónararnir í Strugavoru mikið að kalla á dómarann á meðan leik þeirra við Breiðablik stóð í dag. Þeir kölluðu eiginlega í öllum návígum, hrópuðu á brot eða voru ósáttir við dóma.

Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn og var hann spurður út í hegðun andstæðinganna.

Lestu um leikinn: FC Struga 0 -  1 Breiðablik

Óskar heyrðist í útsendingunni frá leiknum kalla: „Behave like humans!" eða „hagið ykkur eins og menn!" og má því ætla að þeim ummælum hafði verið beint að andstæðingunum frekar en íslensku leikmönnunum inn á vellinum.

„Þeir gerðu bara það sem þeir töldu sig þurfa að gera. Þjálfarinn þeirra fór mikinn í stúkunni og fjarstýrði þeim þaðan. Það var ekkert gert í því," sagði Óskar.

„Þeir eru klækjarefir og reyndu allt sem þeir gátu, notuðu öll vopnin sem þeir höfðu, en mér fannst dómarinn standa sig vel. Mér fannst hann ekki falla í margar af þeim gryfjum sem þeir lögðu fyrir hann. Þetta var vel gert hjá dómaranum, ekki auðveldur leikur að dæma, frekar reynslulítill pólskur dómari, en mér fannst hann koma vel frá þessu og vera sanngjarn."

„Það var kannski heldur mikið bætt við venjulegan leiktíma, en ég er svo sem ekki alveg hlutlaus þar,"
sagði Óskar.

Seinni leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli eftir viku. Breiðablik leiðir með einu marki eftir fyrri leikinn. Sigurvegarinn í einvíginu fer í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Lengra viðtal við Óskar eftir leikinn:
Þrekvirki unnið í Ohrid - „Seinni hálfleikurinn sá furðulegasti sem ég hef tekið þátt í"
Athugasemdir
banner
banner