Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 17:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Agalegt vítaklúður Fernandes í jafntefli
Smith Rowe bjargaði stigi fyrir Fulham
Smith Rowe bjargaði stigi fyrir Fulham
Mynd: EPA
Fulham 1 - 1 Manchester Utd
0-0 Bruno Fernandes ('38 , Misnotað víti)
0-1 Rodrigo Muniz ('58 , sjálfsmark)
1-1 Emile Smith Rowe ('73 )

Matheus Cunha átti fyrsta skotið að marki strax í upphafi leiks en boltinn yfir markið. Stuttu síðar fékk hann annað tækifæri en skotið í stöngina úr góðu færi.

Hinn 18 ára gamli Joshua King var í byrjunarliði Fullham og hann fékk dauðafæri eftir rúmar tíu mínútur en Altay Bayindir kom fætinum í boltann.

Strax í kjölfarið áttii Bayindir langa sendingu fram völlinn. Cunha tók frábærlega á móti boltanum en Bernd Leno varði frábærlega frá honum.

Eftir rúmlega hálftíma leik fékk Man Utd vítaspyrnu þegar Calvin Bassey reif Mason Mount niður í teignum. Bruno Fernandes steig á punktinn en skaut hátt yfir markið.

Man Utd braut ísinn eftir tæplega klukkutíma leiik þegar Leny Yoro skallaði boltann í netið með viðkomu í Rodrigo Muniz eftir hornspyrnu frá Bryan Mbeumo.

Emile Smith Rowe kom inn á sem varamaður hjá Fulham og hann var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann skoraði. Alex Iwobi átti fyririgjöf og Smith Rowe kom tánni í boltann og setti hann framhjá Bayindir.

Fulham óð í færum í kjölfarið en náði ekki að koma boltanum í netið. Jafntefli niðurstaðan. Fulham er í 13. sæti með tvö stig en Man Utd í 16. sæti með eitt stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
2 Tottenham 2 2 0 0 5 0 +5 6
3 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
4 Nott. Forest 2 1 1 0 4 2 +2 4
5 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
6 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
7 Sunderland 2 1 0 1 3 2 +1 3
8 Everton 2 1 0 1 2 1 +1 3
9 Bournemouth 2 1 0 1 3 4 -1 3
10 Brentford 2 1 0 1 2 3 -1 3
11 Burnley 2 1 0 1 2 3 -1 3
12 Leeds 2 1 0 1 1 5 -4 3
13 Fulham 2 0 2 0 2 2 0 2
14 Crystal Palace 2 0 2 0 1 1 0 2
15 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
16 Man Utd 2 0 1 1 1 2 -1 1
17 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
18 Brighton 2 0 1 1 1 3 -2 1
19 Wolves 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner