Calvin Bassey, varnarmaður Fulham, var óhress eftir jafntefli liðsins gegn Man Utd á Craven Cottage í dag.
Bassey gerði sig sekan um að brjóta á Mason Mount inn í teig en Bruno Fernandes skaut hátt yfir úr vítinu. Bassey segir að þetta hafi ekki verið brot.
Bassey gerði sig sekan um að brjóta á Mason Mount inn í teig en Bruno Fernandes skaut hátt yfir úr vítinu. Bassey segir að þetta hafi ekki verið brot.
„Mér finnst þetta vera harður dómur. Ég skil af hverju hann dæmdi. Ég er að reyna vera sterkur því ég veit að hann ætlar að reyna halda mér í skefjum og svo ýti ég honum yfir fótinn á mér," sagði Bassey.
„Dómarinn verður að verja okkur líka. Ég er sterkur svo þetta lítur út fyrir að vera árásargjarnt. Ef þetta væri einhver sterkari en Mount tel ég að þetta hefði ekki litið eins illa út."
„Ég myndi segja að þetta hafi verið réttlæti. Þetta var ekki víti, þetta var léttir," sagði Bassey að lokum.
Man Utd komst yfir þegar Leny Yoro skallaði boltann í Rodrigo Muniz og í netið eftir hornspyrnu. Yoro ýtti í Bassey í baráttunni um boltann.
„Þetta er sama og með mitt atriði. Þetta er brot, hann ýtir mér til að koma í veg fyrir að ég komist í boltann. Dómarinn verður svekktur þegar hann sér þetta aftur. Ég get ekki sagt mikið meira annars fæ ég sekt. En þetta er brot. Smá snerting getur komið þér úr jafnvægt, hann er með báðar hendurnar á mér, hversu harkalegt þarf þetta að vera?"
Athugasemdir