Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 18:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fernandes pirraður: Dómarinn baðst ekki afsökunar
Mynd: EPA
Bruno Fernandes var ósáttur með Chris Kavanagh, dómara í leik Man Utd gegn Fulham í dag.

Fernandes fékk tækifæri til að koma liðinu yfir þegar United fékk vítaspyrnu en hann skaut hátt yfir. Hann stillti upp boltanum og tók nokkur skref aftur á bak. Hann rakst í Kavanagh og var ekki sáttur með dómarann.

„Ég var pirraður. Sem vítaskytta ertu með þína rútínu. Það pirraði mig vegna þess að dómarinn baðst ekki afsökunar. Það kveikti í mér en það er ekki afsökun fyrir því að klikka á vítinu. Ég hitti boltann illa, setti fótinn of mikið undir boltann og þess vegna fór boltinn yfir," sagði Fernandes.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rodrigo Muniz skoraði sjálfsmark eftir skalla frá Leny Yoro eftir hornspyrnu en Emile Smith Rowe jafnaði metin eftir að hafa komið inn á sem varamaður andartaki áður.
Athugasemdir
banner
banner