Bruno Fernandes var ósáttur með Chris Kavanagh, dómara í leik Man Utd gegn Fulham í dag.
Fernandes fékk tækifæri til að koma liðinu yfir þegar United fékk vítaspyrnu en hann skaut hátt yfir. Hann stillti upp boltanum og tók nokkur skref aftur á bak. Hann rakst í Kavanagh og var ekki sáttur með dómarann.
Fernandes fékk tækifæri til að koma liðinu yfir þegar United fékk vítaspyrnu en hann skaut hátt yfir. Hann stillti upp boltanum og tók nokkur skref aftur á bak. Hann rakst í Kavanagh og var ekki sáttur með dómarann.
„Ég var pirraður. Sem vítaskytta ertu með þína rútínu. Það pirraði mig vegna þess að dómarinn baðst ekki afsökunar. Það kveikti í mér en það er ekki afsökun fyrir því að klikka á vítinu. Ég hitti boltann illa, setti fótinn of mikið undir boltann og þess vegna fór boltinn yfir," sagði Fernandes.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rodrigo Muniz skoraði sjálfsmark eftir skalla frá Leny Yoro eftir hornspyrnu en Emile Smith Rowe jafnaði metin eftir að hafa komið inn á sem varamaður andartaki áður.
Athugasemdir