Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   sun 24. ágúst 2025 21:06
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við byrjuðum þennan leik ekki vel, Eyjamenn byrjuðu þennan leik miklu betur," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 1-1 jafntefli við ÍBV í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍBV

„Þeir voru með öll grunn atriði leiksins á hreinu og voru á undan í allt, töluvert sterkari. Ég verð að viðurkenna það að þetta Eyjalið er bara gott lið, erfitt að spila við þá. Við komum okkur svo aðein inn í fyrri hálfleikinn, áttum einhverja möguleika. Við byrjum seinni hálfleikinn ekkert sérstaklega en aftur komumst við betur inn í þetta og áttum einhverja möguleika. Svo voru þeir bara miklu betri síðustu 10-12 mínúturnar og voru búnir að fá eitt dauðafæri áður en þeir skoruðu markið. Enn og einu sinni fáum við á okkur mark úr fyrirgjöf. Við sýndum þó karakter að koma til baka og jafna leikinn. Við erum að tala um það að við viljum vera sterkir á heimavelli og höfum sýnt það í leikjum. En ef við ætlum að halda því áfram, þá þurfa frammistöðurnar að vera betri," sagði Heimir.

Það var lítið um færi í leiknum en FH náði að skapa sér einhver færi úr föstum leikatriðum. FH liðið leit hins vegar ekki vel út í opnum leik.

„Við komumst ekki í nógu góðar fyrirgjafastöður. Þeir náðu að loka ágætlega á það, sem við höfum verið sterkir í sumar að koma boltanum út á vænginn og fá fyrirgjafir, og góð hlaup í boxið. Við höfum verið að skora mikið af mörkum upp á síðkastið, en það var ekki upp á teningnum í dag. Svo var ákvarðanatakan á síðasta þriðjung ekkert sérstaklega góð," sagði Heimir

Sigurður Bjartur Hallsson var í leikbanni í dag, en hann hefur verið í góðu formi undanfarið.

„Hann er síðasti maðurinn sem við hefðum viljað missa í dag. Þó að ég sé alltaf þeirra skoðunnar að það komi maður í manns stað, þá munaði töluvert um Sigga. Það er líka þannig með Sigga að hann gengur fram fyrir skjöldu í þessu liði og hefur gert það upp á síðkastið," sagði Heimir.

Eyjamenn voru ekki ánægðir með Gunnar Odd dómara leiksins, en Heimir deildi ekki þeirri skoðun.

„Tommi (Tómas Orri Róbertsson) fékk seinna gula, og það var réttur dómur. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira. Aukaspyrnan, ég held að það hafi verið aukaspyrna og Kjartan Kári bjargaði okkur," sagði Heimir.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner