Man Utd er með eitt stig eftir tvær umferðir í úrvalsdeildinni eftir jafntefli gegn Fulham á Craven Cottage í dag.
Bruno Fernandes klikkaði á vítaspyrnu en Rodrigo Muniz skoraði svo sjálfsmark en Emile Smith Rowe bjargaði stigi fyrir Fulham.
Bruno Fernandes klikkaði á vítaspyrnu en Rodrigo Muniz skoraði svo sjálfsmark en Emile Smith Rowe bjargaði stigi fyrir Fulham.
Ruben Amorim, stjóri Man Utd, var svekktur með spilamennsku sinna manna í dag.
„Við skoruðum en svo gleymdum við hvernig við spilum fótbolta. Við viljum svo mikið vinna, það er góð tilfinning. Við skoruðum og allir hugsuðu: 'Höldum forystunnii og reynum að vinna'. Það er augnablikið sem við eigum að njóta og pressa á andstæðinginn. Við reyndum að pressa mjög hátt á þá og skildum eftir mikið pláss," sagði Amorim.
„Við þurfum að þroskast mikið sem lið. Aðalatriðið er að þeir lögðu hart að sér í vikunni og í dag. Við munum bæta okkur. Markið okkar breytti leiknum."
Athugasemdir