Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   sun 24. ágúst 2025 20:20
Daníel Smári Magnússon
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Birgir Baldvinsson átti skínandi góðan leik í dag.
Birgir Baldvinsson átti skínandi góðan leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var æðislegt, bara kærkomið og eigum þetta bara svo sannarlega skilið,'' sagði kampakátur Birgir Baldvinsson, leikmaður KA, eftir 2-0 sigur á Fram í Bestu-deild karla í kvöld. Bakvörðurinn öflugi átti flottan leik í liði KA og skoraði fyrra mark leiksins með föstu skoti í fjærhornið. Mögulega fór boltinn í Jóan Símun Edmundsson, en við sjáum hvað setur!


Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fram

Hvernig sér markagráðugur Birgir stöðuna?

„Jújú, ef hann snertir hann þá er hann rangur - þannig að hann snerti hann ekkert! Þetta er bara mitt mark,'' sagði Birgir glottandi.

KA menn fóru inn í hálfleikinn með verðskuldaða 2-0 forystu og virtust aldrei líklegir til þess að láta hana af hendi, þrátt fyrir ágætis pressu Framara í seinni hálfleik.

„Mér leið bara vel, þrátt fyrir við höfum ekkert verið að taka alltof mikla sénsa og fara hátt upp að þá leið okkur vel að liggja bara niðri og fannst þeir í raun aldrei hættulegir með þessa bolta sko.''

Birgir lenti í talsverðum skakkaföllum í byrjun móts og í aðdraganda þess, en hefur vaxið ásmegin eftir því sem að liðið hefur á tímabilið.

„Já, ég sleit liðband í ökklanum og missti mikið af í byrjun og svo fékk ég COVID þar á milli og var lengi að ná mér eftir það líka. Þannig að núna er ég bara aftur kominn til baka og þetta er bara æðislegt fyrir mig og sjálfstraustið. Þetta er bara frábært,'' sagði Birgir Baldvinsson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner