Bjarki Steinn Bjarkason var á skotskónum þegar Venezia lagði Bari af velli í fyrstu umferð ítölsku B-deildarinnar í dag.
Bjarki Steinn kom liðinu yfir snemma leiks. Bari jafnaði metin en Alfred Duncan tryggði Venezia sigur með marki undir lok fyrri hálfleiks.
Bjarki Steinn kom liðinu yfir snemma leiks. Bari jafnaði metin en Alfred Duncan tryggði Venezia sigur með marki undir lok fyrri hálfleiks.
Óttar Magnús Karlsson var hetja Renate í 1-0 sigri liðsins gegn Pergolettese í ítölsku C-deildinni. Liðin mættust í C-deildarbikarnum um síðustu helgi þar sem Renate vann í vítaspyrnukeppni eftir að Óttar jafnaði metin í venjulegum leiktíma.
Hákon Arnar Haralldsson spilaði allan leikinn í dramatískum sigri Lille gegn Monakó í 2. umferð frönsku deildarinnar.
Hann var nálægt því að koma liðiinu yfir á lokamínútu venjulegs leiktíma en skotið fyrir utan teiginn rétt framhjá. Stuttu síðar fékk Olivier Giroud boltann inn á teignum og skoraði.
Lille fékk fékk vítaspyrnu í blálokin. Giroud steig á punktinn en skaut hátt yfir markið. Lille er með 4 stig í 5. sæti.
Athugasemdir