Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 19:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Orri Steinn bjargaði stigi fyrir Real Sociedad
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson kom sterkur inn af bekknum þegar Real Sociedad fékk Espanyol í heimsókn í 2. umferð spænsku deildarinnar í kvöld.

Espanyol var með verðskuldaða tveggja marka forystu í hálfleik. Ander Barrenetxea minnkaði muninn fyrir Soceidad eftir klukkutíma leik.

Orri Steinn kom inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleiknum. Hann lét tiil sín taka stuttu eftir að Barrenetxea skoraði. Mikel Oyarzabal sendi á Orra í hlaupið inn á teignum og hann skoraði með viðstöðulausu skoti í fjærhornið.

Nær komust þeir ekki og jafntefli því niðurstaðan. Real Sociedad er í 11. sæti sem stendur með tvö stig og Espanyol í 3. sæti með fjögur stig.

Villarreal byrjar tímabilið af krafti en liðið er á toppnum eftir stórsigur á Girona þar sem Tajon Buchanan skoraði þrennu. Girona er án stiga. Osasuna er með þrjú stig eftir sigur á Valencia fyrr í dag en Valencia er með eitt stig.

Real Sociedad 2 - 2 Espanyol
0-1 Pere Milla ('10 )
0-1 Javi Puado ('44 , Misnotað víti)
0-2 Javi Puado ('45 , víti)
1-2 Ander Barrenetxea ('61 )
2-2 Orri Oskarsson ('69 )

Osasuna 1 - 0 Valencia
1-0 Ante Budimir ('9 )
Rautt spjald: Jose Gaya, Valencia ('22)

Villarreal 5 - 0 Girona
1-0 Nicolas Pepe ('7 )
2-0 Tajon Buchanan ('16 )
3-0 Rafa Marin ('25 )
4-0 Tajon Buchanan ('28 )
5-0 Tajon Buchanan ('64 )
Athugasemdir
banner
banner