Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
banner
   sun 24. ágúst 2025 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Frábær sigur KA í baráttunni um sæti í efri hlutanum
Jóan Símun innsiglaði sigur KA
Jóan Símun innsiglaði sigur KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 2 - 0 Fram
1-0 Birgir Baldvinsson ('33 )
2-0 Jóan Símun Edmundsson ('35 )
Lestu um leikinn

KA vann virkilega sterkan sigur á Fram á Akureyri í dag.

KA náði forystunni eftir rúmlega hálftíma leik. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom boltanum á Birni Snæ Ingason sem var í dauðafæri en skaut í slá.

Boltinn barst til Birgis Baldvinssonar og átti hnitmiðað skot og boltinn hafnaði í netinu.

Aðeins tveimur mínútum síðar sundurspiluðu KA menn vörn Frramara. Ingimar Stöle kom boltanum á Jóan Símun Edmundsson sem lagði boltann framhjá Viktori Frey Sigurðssyni í marki Fram.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Már Ægisson færi til að minnka muninn. Hann fór framhjá Birgi en skotið laust og Steinþór Már Auðunsson varði örugglega.

Eftir rúmlega klukkutíma leik átti Fred góða tilraun en Steinþór varði vel.

Hvorugu liðinu tókst að ógna eitthvað ferkar og sterkur sigur KA í hús. KA er í efri hlutanum sem stendur með 26 stig en FH er að spila gegn ÍBV þessa stundina en annað hvort þeirra mun enda fyrir ofan KA eftir leikinn. Fram er í 8. sæti með 25 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
4.    Stjarnan 19 9 4 6 36 - 31 +5 31
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 19 6 5 8 40 - 41 -1 23
11.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner
banner