Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 24. ágúst 2025 19:53
Daníel Smári Magnússon
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Rúnar var alls ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í dag.
Rúnar var alls ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum bara skelfilegir. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Það virkaði ekkert sem við vorum að gera, varnarleikurinn var ömurlegur og það var engin sannfæring í því sem við vorum að gera. Þegar við vorum að fara upp í pressu, þá vorum við galopnir og áttum ekkert skilið,'' sagði hundfúll Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 2-0 tap gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld. Með tapinu fara KA upp fyrir Fram og þrautarganga þeirra bláklæddu heldur áfram.


Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fram

Rúnar hrósaði KA liðinu um leið og hann kvartaði yfir skort á sannfæringu og andleysi sinna manna.

„Þeir yfirmönnuðu ákveðin svæði þegar við fórum upp í pressuna og voru búnir að vinna heimavinnuna sína vel. En þegar að það er enginn sannfæringarkraftur í pressunni okkar og menn eru að fara með hálfum hug í þetta að þá náttúrulega vinnurður aldrei neina bolta. Við gátum gert það í síðari hálfleik, það var aðeins meiri kraftur og vinnsla í okkur. Við vorum meira með boltann og ógnuðum þeim miklu, miklu meira en við gerðum í fyrri hálfleiknum - en KA menn voru sáttir við 2-0, en það var allavega aðeins meiri sannfæring í pressunni þá.''

Rúnar gerir sér grein fyrir því að það er í sínum verkahring og þeirra sem að standa að liði Fram að rýna í hvað úrskeiðis hefur farið og hvernig er hægt að koma liðinu aftur á beinu brautina.

„Við erum búnir að vera í erfiðu tímabili núna nokkra leiki þar sem að við höfum ekki fengið stig. Á sama tíma þá verð ég að segja að síðustu þrír leikir sem að við höfum spilað - á móti Stjörnunni, Vestra og KR hafa allt verið mjög góðir leikir af okkar hálfu. Við höfum bara ekki nýtt færin okkar og við höfum verið að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum, bæði á móti KR og Stjörnunni. Við erum sjálfir að klúðra dauðafærum og þetta þarf aðeins að snúast og við þurfum að gera það hratt, því að það er lítið eftir.''

Í svona þéttum pakka og jafnri deild - hvert horfa menn á töfluna? Upp eða niður?

„Menn horfa helst ekkert á töfluna. Horfa bara á næsta leik og reyna að ná einhverju útúr honum. Við erum í fallbaráttu, eins og staðan er núna og menn verða að gera sér grein fyrir því. Á sama tíma ef þú vinnur einn leik þá gætirðu verið aðeins kominn frá fallbaráttunni, en þú værir sennilega ennþá í henni. En eins og staðan er núna þá erum við bara að berjast í neðri hlutanum,'' sagði Rúnar Kristinsson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner