Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   sun 24. september 2017 17:16
Magnús Már Einarsson
Gunnar Jarl hættur að dæma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Jarl jónsson hefur ákveðið að setja flautuna á hilluna, í bili að minnsta kosti. Þetta hefur Fótbolti.net samkvæmt öruggum heimildum.

Gunnar Jarl verður ekki á meðal fulltrúa Íslands á nýjum dómaralista FIFA í næsta mánuði. Gunnar hefur verið FIFA dómari síðan árið 2011.

Undanfarin ár hefur Gunnar Jarl verið einn allra fremsti dómari landsins.

Samtals hefur Gunnar verið fimm sinnum valinn besti dómari Pepsi-deildarinnar í vali leikmanna undanfarin sjö ár.

Gunnar var valinn besti dómari deildarinnar í vali leikmanna bæði í fyrra og hitteðfyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner