Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 13:33
Elvar Geir Magnússon
Fimm skiptingar í UEFA keppnum á þessu tímabili
Arnór Sigurðsson býr sig undir að koma inn í landsleiknum gegn Englandi.
Arnór Sigurðsson býr sig undir að koma inn í landsleiknum gegn Englandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur ákveðið að á tímabilinu 2020-21 verði fimm skiptingar leyfðar á hvort lið í leikjum á vegum sambandsins, bæði landsleikjum og félagsliðaleikjum,

Það verða því fimm skiptingar leyfðar á lið þegar Ísland mætir Rúmeníu í umspilinu fyrir EM alls staðar 8. október og einnig í leikjum Meistaradeildarinnar, svo dæmi séu tekin.

Er þetta gert vegna gríðarlegs álags á leikmenn vegna Covid-heimsfaraldursins.

Það verða því fimm skiptingar á lið í Þjóðadeildinni, undankeppni EM í karla og kvennaflokki, Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Leikmannahópar eru stækkaðir og mega innihalda 23 leikmenn á skýrslu.

Þess má geta að þetta breytir engu með deildakeppnir Evrópu, til dæmis ensku úrvalsdeildina þar sem kosið var um að fara aftur í hefðbundið þriggja skiptinga kerfi á þessu tímabili.

Íslenska karlalandsliðið leikur þrjá leiki í október. Fyrst mætir liðið Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2020, en síðan mæta strákarnir Dönum og Belgum í Þjóðadeild UEFA. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Kvennalandsliðið mætir Svíþjóð ytra í október í undankeppni EM 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner