Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   sun 24. september 2023 18:02
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var drullu skemmtilegt. Góður leikur hjá okkur gegn mjög erfiðu liði. Það er erfitt að spila á móti FH. Leiðindaveður sem spilar stóra rullu." Segir Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 3-1 sigur á FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Stjarnan

Stjarnan mætti tilbúinn í leikinn og skoraði liðið strax tvö mörk í upphafi.

„Gaman að klára sóknir snemma með marki. Gefur okkur control. Við erum búnir að vera vinna í því að vera með control og við gerum það vel í dag."

Jökull kom inn á það að meðbyrinn hafi verið með FH í upphafi seinni hálfleiks en Stjarnan skoraði svo mark í kjölfar þess.

„Það var alveg mjög gott fyrir okkur. Róaði allt. Momentið var búið að sveiflast til þeirra og við náum því til baka og eftir það var maður bara rólegur."

Stjarnan sýndi framfarir í leik sínum með því að mæta á erfiðan grasvöll gegn góðu liði og sækja öll stigin.

„Það er mikið talað um okkur á útivöllum og á grasvöllum og nú erum við með tvo sigra í röð á útivöllum á grasvöllum."

Framundan er hörð Evrópubarátta hjá Jökli og hans mönnum.

„Við þurfum að passa að horfa ekki of langt fram í tímann. Bara hugsa um leikinn gegn KR"
Athugasemdir
banner
banner