Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 24. september 2023 16:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Karólína Lea: Þurfum að vera leiðinlegasta lið í heimi
Karólína einbeitt á æfingu í dag.
Karólína einbeitt á æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líður voða vel hérna í þýska loftinu. Við erum 30 mínútum frá íbúðinni minni þannig að það er mjög fínt," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fyrir æfingu í Düsseldorf þennan sunnudaginn.

Stelpurnar í landsliðinu eru mættar til Þýskalands eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Wales í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni.

„Maður er alltaf sáttur við að taka þrjú stig. Það er alltaf eitthvað neikvætt sem maður getur tekið úr en það var líka margt jákvætt. Það var margt sem fór vel en líka margt sem má bæta."

„Við verðum að skilja þann leik eftir. Núna er einbeitingin á allt öðruvísi leik."

Framundan er leikur gegn ógnarsterku liði Þýskalands á þriðjudaginn. Þær hafa verið í smá niðursveiflu, áttu erfitt HM og töpuðu gegn Danmörku í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Karólína spilar með Bayer Leverkusen í Þýskalandi og veit hversu mikið býr í næsta andstæðingi Íslands.

„Þetta er gríðarlega sterkt lið. Það eru samt veikleikar eins og í öllum liðum. Við erum bara að fara í stríð. Við erum mjög ólíkt lið. Þær eru með bestu leikmenn í heimi og við ætlum að vera með bestu liðsheild í heimi. Það er mjög mikil spenna fyrir leiknum."

„Við förum inn í alla leiki til að vinna. Við værum ekki í þessu ef við værum ekki að því."

„Við þurfum að loka á þeirra styrkleika því þeir eru margir. Okkur líður vel að verjast. Við þurfum að fara inn sem leiðinlegasta lið í heimi og það mun bögga þær. Við þurfum að leggja leikinn upp með því að vera eins leiðinlegar og við getum."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner