lau 24. október 2020 14:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„City virðist hreinlega ekki geta komist í gang"
Kevin de Bruyne byrjaði á bekknum í dag. Hann er að snúa til baka etir meiðsli.
Kevin de Bruyne byrjaði á bekknum í dag. Hann er að snúa til baka etir meiðsli.
Mynd: Getty Images
West Ham og Manchester City gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Michail Antonio kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik með laglegu marki en varamaðurinn Phil Foden jafnaði leikinn fyrir City í seinni hálfleik.

City hefur farið hikstandi af stað og þegar tapað sjö stigum í þeim fimm leikjum sem liðið hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni. Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal, tjáði sig um erfiða byrjun City í þættinum Final Score.

„Mér finnst að tapið í átta liða úrslitunum í Meistaradeildinni undir lok síðasta tímabils sé upphafið. Liðið fékk mjög stutt hlé, margir komu meiddir inn í nýja leiktíð og enginn taktur er í leik liðsins."

„Þetta er nýtt upphaf, án David Silva og við erum ekki vön því að sjá liðið með einungis átta stig í 11. sæti deildarinnar. Þetta er mjög óvænt. Liðið virðist hreinlega ekki geta komist í gang."

„Kevin de Bruyne kom af bekknum og bætti leik liðsins. Raheem Sterling fór út á kantinn og Foden skoraði en þegar allt er tekið saman þá var þetta gott stig fyrir West Ham,"
sagði Keown.
Athugasemdir
banner
banner
banner